Fótbolti

Santos: Stjórn Real Madrid skipuð hrokagikkum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Luis Alvaro Ribeiro, forseti brasilíska félagsins Santos, segir að stjórn Real Madrid hafi komið fram af miklum hroka í tengslum við áhuga félagsins á að kaupa ungstirnið Neymar.

Neymar skrifaði nýlega undir nýjan samning við Santos sem gildir til 2014 en þessi nítján ára gamli kappi er sagður vera einn allra efnilegasti knattspyrnumaður heims.

Real Madrid er eitt þeirra félaga sem Neymar var hvað helst orðaður við en það er greinilegt að Ribeiro hefur ekki mikið álit á stjórnarmönnum félagsins.

„Hegðun stjórnarmanna Real Madrid var hrokafull og minnti helst á nýlendustefnu,“ var haft eftir Ribeiro í fjömiðlum í heimalandinu.

„Ég sannfærði Neymar um að vera áfram með því að segja honum að Jose Mourinho hefði skikkað hann í klippingu. Hann má vera greiddur eins og hann vill hjá okkur,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×