Woods hefur tekið forystu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2011 09:00 Tiger Woods horfir á eftir boltanum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Woods lék í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Samtals er hann á níu höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á næsta mann. Woods hefur aldrei spilað betur tvo daga í röð á þessu ári. Þetta er einnig í fyrsta sinn á þessu ári sem hann er í forystu á móti á milli keppnisdaga og í fyrsta sinn í tvö ár á jafn sterku móti. „Ég spilaði virkilega vel,“ sagði Woods. „Þó svo að ég hafi spilað á fimm höggum undir pari fannst mér að ég hefði jafnvel getað skilað mér í hús á 8-9 höggum undir pari.“ Í öðru sæti er heimamaðurinn Peter O'Malley sem lék á 66 höggum í gær. Jason Day, sem var í sama holli og Woods, er í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Tiger. Þrátt fyrir að Woods spilaði vel í gær missti hann engu að síður af fuglum á 11. og 17. holu, sem báðar eru par fimm, auk þess sem hann missti rúmlega þriggja metra pútt fyrir erni á 14. holu. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Woods lék í gær á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Samtals er hann á níu höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á næsta mann. Woods hefur aldrei spilað betur tvo daga í röð á þessu ári. Þetta er einnig í fyrsta sinn á þessu ári sem hann er í forystu á móti á milli keppnisdaga og í fyrsta sinn í tvö ár á jafn sterku móti. „Ég spilaði virkilega vel,“ sagði Woods. „Þó svo að ég hafi spilað á fimm höggum undir pari fannst mér að ég hefði jafnvel getað skilað mér í hús á 8-9 höggum undir pari.“ Í öðru sæti er heimamaðurinn Peter O'Malley sem lék á 66 höggum í gær. Jason Day, sem var í sama holli og Woods, er í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Tiger. Þrátt fyrir að Woods spilaði vel í gær missti hann engu að síður af fuglum á 11. og 17. holu, sem báðar eru par fimm, auk þess sem hann missti rúmlega þriggja metra pútt fyrir erni á 14. holu.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira