Fótbolti

Malaga lagði Villarreal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Toulalan eftir að hann skoraði í kvöld.
Toulalan eftir að hann skoraði í kvöld.
Malaga kom sér upp í fimmta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 2-1 sigri á Villarreal. Jeremy Toulalan og Isco skoruðu mörk liðsins í kvöld en Marco Ruben fyrir Villarreal.

Malaga er eitt þeirra knattspyrnuliða í Evrópu sem er í eigu moldríkra olíufursta af Arabíuskaganum. Eigendur liðsins hafa styrkt liðið með öflugum leikmönnum og ætla því stóra hluti á komandi árum.

Einn þeirra er Toulalan sem fékk reyndar að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Annar er Hollendingurinn Rudd van Nistelrooy sem kom inn á sem varamaður í kvöld.

Villarreal hefur ekki gengið vel á leiktíðinni en liðið er í tólfta sæti deildarinnar með aðeins fjórtán stig eftir þrettán leiki. Malaga er nú komið með 23 stig og er aðeins fimm stigum á eftir Barcelona sem er í öðru sæti.

Real Madrid er hins vegar með 34 stig og sex stiga forystu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×