Fótbolti

Real valtaði yfir nágranna sína í Atletico

Vendipunktur leiksins. Markvörður Atletico rekinn af velli.
Vendipunktur leiksins. Markvörður Atletico rekinn af velli.
Real Madrid náði sex stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það vann nágrannaslaginn gegn Atletico, 4-1.

Það var Atletico sem byrjaði leikinn betur en Adrian kom þeim í 0-1 eftir aðeins 14 mínútna leik.

Á 22. mínútu var vendipunktur leiksins. Þá braut Thibaut Courtois, markvörður Atletico, á Karim Benzema innan teigs. Vítaspyrna dæmd og Courtois vísað af velli með rautt spjald. Refsingin var síðan fullkomnuð er Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni.

Tíu leikmenn Atletico áttu ekkert erindi í fullskipað lið Real sem bætti við mörkum í síðari hálfleik.

Fyrst skoraði Argentínumaðurinn Angel di Maria í upphafi seinni hálfleiks og landi hans, Gonzalo Higuain, gulltryggði sigurinn með marki 25 mínútum fyrir leikslok.

Leikmenn Real létu þó ekki þar við sitja því Ronaldo skoraði aftur úr víti níu mínútum fyrir leikslok. Aftur fékk leikmaður Atletico að fjúka út af er víti var dæmt.

Barcelona fær tækifæri til þess að minnka forskotið aftur niður í þrjú stig en það mætir Getafe núna klukkan 21.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×