Fótbolti

Villa fór í aðgerð í dag - læknar vongóðir um EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Villa eftir að hann meiddist.
David Villa eftir að hann meiddist. Nordic Photos / Getty Images
David Villa, sóknarmaður Barcelona og spænska landsliðsins, gekkst í dag undir aðgerð vegna fótbrotsins sem hann hlaut í leik liðsins gegn Al-Sadd í heimsmeistaramóti félagsliða í Japan í síðustu viku.

Talið er að Villa verði frá næstu sex mánuðina en EM hefst í Póllandi og Úkraínu í júní næstkomandi. Aðgerðin heppnaðist vel og læknirinn sem sá um hana er vongóður um að Villa verði orðinn heill áður en EM hefst.

„Læknarnir eru mjög ánægðir með aðgerðina. Við vonum að Villa verði klár í slaginn fyrir EM," sagði Ramon Cugat í samtali við spænska blaðið AS.

Hann sagði einnig mögulegt að Villa gæti náð úrslitaleik Meistaradeildarinnar, ef Barcelona kemst þangað. „Hann verður mjög nálægt þeim leik. Ég held að hann verði frá í 4-5 mánuði en við verðum að sjá til hvernig þetta þróast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×