Erlent

Golden Globe tilnefningar kynntar

Úr kvikmyndinni The Artist.
Úr kvikmyndinni The Artist. mynd/AFP
Tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna í Bandaríkjunum voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin The Artist var í miklu uppáhaldi hjá dómnefndinni. Að vanda fékk George Clooney nokkrar tilnefningar.

Clooney var tilnefndur fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Descendants. Hann hlaut einnig tilnefningar fyrir leikstjórn og handrit kvikmyndarinnar The Ides of March. Leikarinn Ryan Gosling var tilnefndur fyrir leik sinn í myndinni.

Dómnefndin veitti stórmynd Steven Spielbergs, War Horse, litla athygli. Myndin var þó tilnefnd sem besta kvikmynd en Spielberg sjálfur var ekki tilnefndur.

Það vakti talsverða athygli að leikkonan Rooney Mara var tilnefnd en hún fer með hlutverk Lisbeth Salander í endurgerð kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur. Hún var tilnefnd sem besti nýliðinn.

Grínistinn vinsæli Ricky Gervais mun snúa aftur sem kynnir en verðlaunaathöfnin verður haldin 15. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×