Fótbolti

Valið stendur á milli heiðursins eða peninganna

AC Milan er ekki til í að spenna bogann of hátt vegna Carlosar Tevez og vilja forráðamenn félagsins að hann komi til félagsins á réttum forsendum. Vegna þess að hann sé metnaðarfullur knattspyrnumaður. Ekki vegna peninganna.

Hið nýríka félag PSG vill líka fá Tevez og eigandi Milan, Silvio Berlusconi, segir að ef Tevez fari til PSG þá sé hann bara í leit að peningum.

"Hjá okkur fær Tevez tækifæri til þess að spila með einu stærsta félagi heims og því fylgir heiður. Valið stendur á milli heiðursins að spila með okkur eða peninganna hjá PSG," sagði Berlusconi.

Milan segist vera búið að gera Tevez lokatilboð. Ef PSG hækki það tilboð þá verði að vera svo. Tevez viti hverju hann gangi að hjá Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×