Fótbolti

Þjálfari Argentínu: Við verðum að hætta að gagnrýna Messi annars hættir hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leo Messi.
Leo Messi. Mynd/AP
Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins hefur áhyggjur af því að mikil gagnrýni Argentínumanna á frammistöðu Lionel Messi með landsliðinu muni einugnis leiða til þess að Messi hætti að gefa kost á sér í landsliðið.

Leo Messi þykir ekki vera sami leikmaður með Argentínu og með Barcelona og tölfræði sínar það greinilega. Hann hefur skorað 167 mörk í aðeins 185 leikjum með Barca frá 2008 en mörkin með landsliðinu á sama tíma hafa aðeins verið 11 í 41 leik.

„Við verðum að láta hann í friði því annars mun hann bara hætta að koma. Við verðum að hjálpa Messi svo að hann geti hjálpað okkur," sagði Alejandro Sabella um hinn 24 ára Messi.

Alejandro Sabella ætlar líka að leita ráða hjá Pep Guardiola. „Ég vil spyrja hann um marga hluti bæði hvað varðar taktík sem og hvað sé best að gera til að fá Messi í gang," sagði Sabella.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×