NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 11:00 Tim Tebow Mynd/Nordic Photos/Getty Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19 NFL Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19
NFL Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira