Fótbolti

Real Madrid og Barcelona mætast líklega í 8 liða úrslitum bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid og Barcelona mætast ekki í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins annað árið í röð en það varð ljóst eftir að það var dregið í sextán og átta liða úrslitin í dag.

Real Madrid dróst á móti Malaga í 16 liða úrslitunum og Barcelona mætir þá Osasuna. Hafa þau bæði betur í þeim viðureignum mætast þau í átta liða úrslitunum en þau myndu þá spila tvo leiki, heima og heiman, 18. og 25. janúar.

Real Madrid og Barcelona hafa þegar mæst þrisvar sinnum á þessu tímabili, tvisvar í Ofurbikarnum og svo í fyrri deildarleik liðanna sem Barcelona vann 3-1 á Santiago Bernabéu. Barcelona hafði einnig betur samanlagt, 5-4, í spænska Ofurbikarnum sem er leikur milli Spánarmeistara og Konungsbikarmeistara tímabilsins á undan.

Liðin mættust fimm sinnum á síðasta tímabili og eftirminnilegastir eru leikir liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×