Innlent

Konur með sílikon hvattar til þess að hafa samband við skurðlækni

Sílikon.
Sílikon.

Lyfjastofnun ráðleggur íslenskum konum, sem fengið hafa sílikonfyllta brjóstapúða, að hafa samráð við sinn skurðlækni, hafi þær áhyggjur eða finna fyrir eymslum í brjóstum.



Enn sem komið er bendir ekkert til þess að fjarlægja þurfi alla slíka púða, að því er greint er frá á heimasíðu Lyfjastofnunar.



Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið leikur grunur á að sílikonfylltir brjóstapúðar til ígræðslu frá frönskum framleiðanda, PIP, geti valdið krabbameini.



Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá hefur ekki þurft að fjarlægja sílikonfyllingu hér á landi af þessum ástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×