Andres Iniesta: Árið 2011 verður erfitt fyrir okkur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 07:00 Andres Iniesta. Mynd/Nordic Photos/Getty Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn. „Við erum staðráðnir í að byrja nýja árið vel en við gerum okkur grein fyrir því að árið 2011 verður erfitt," sagði Andres Iniesta í viðtali á heimasíðu Barcelona. „Við getum ekkert verið vissir um það að vinna titla eða endurtaka góðan árangur okkur á árinu 2010 en ég fullvissa okkar stuðningsmenn um það að við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna alla titla í boði. Ég er viss um að liðið mun ekki bregðast neinum," sagði Iniesta. „Ég vona að gott gengi okkar haldi áfram. Við verðum að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram að spila vel. Við spiluðum marga frábæra leiki á síðasta ári og þar á meðal er sigurinn á Real Madrid sem allir muna eftir," sagði Iniesta. Hann er ánægður með nýja leikmanninn Ibrahim Afellay. „Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og það er margt með honum. Við munum reyna að hjálpa honum að aðlagast öllu hjá okkur sem fyrst," sagði Iniesta. Spænskir miðlar hafa heimildir fyrir því að Andres Iniesta verði kosinn besti knattspyrnumaður heims og fái Gullbolta FIFA. „Það er frábært að vera í hópi þriggja efstu og það er enn betra fyrir bæði mig og mitt félag Barcelona að ég sér þar með Leo og Xavi. Að vinna Gullboltann væri eitthvað sem ég hef ekki einu sinni dreymt um að afreka og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig tilfinningin yrði að vinna hann," sagði Iniesta. Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn. „Við erum staðráðnir í að byrja nýja árið vel en við gerum okkur grein fyrir því að árið 2011 verður erfitt," sagði Andres Iniesta í viðtali á heimasíðu Barcelona. „Við getum ekkert verið vissir um það að vinna titla eða endurtaka góðan árangur okkur á árinu 2010 en ég fullvissa okkar stuðningsmenn um það að við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna alla titla í boði. Ég er viss um að liðið mun ekki bregðast neinum," sagði Iniesta. „Ég vona að gott gengi okkar haldi áfram. Við verðum að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram að spila vel. Við spiluðum marga frábæra leiki á síðasta ári og þar á meðal er sigurinn á Real Madrid sem allir muna eftir," sagði Iniesta. Hann er ánægður með nýja leikmanninn Ibrahim Afellay. „Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og það er margt með honum. Við munum reyna að hjálpa honum að aðlagast öllu hjá okkur sem fyrst," sagði Iniesta. Spænskir miðlar hafa heimildir fyrir því að Andres Iniesta verði kosinn besti knattspyrnumaður heims og fái Gullbolta FIFA. „Það er frábært að vera í hópi þriggja efstu og það er enn betra fyrir bæði mig og mitt félag Barcelona að ég sér þar með Leo og Xavi. Að vinna Gullboltann væri eitthvað sem ég hef ekki einu sinni dreymt um að afreka og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig tilfinningin yrði að vinna hann," sagði Iniesta.
Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira