Andres Iniesta: Árið 2011 verður erfitt fyrir okkur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 07:00 Andres Iniesta. Mynd/Nordic Photos/Getty Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn. „Við erum staðráðnir í að byrja nýja árið vel en við gerum okkur grein fyrir því að árið 2011 verður erfitt," sagði Andres Iniesta í viðtali á heimasíðu Barcelona. „Við getum ekkert verið vissir um það að vinna titla eða endurtaka góðan árangur okkur á árinu 2010 en ég fullvissa okkar stuðningsmenn um það að við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna alla titla í boði. Ég er viss um að liðið mun ekki bregðast neinum," sagði Iniesta. „Ég vona að gott gengi okkar haldi áfram. Við verðum að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram að spila vel. Við spiluðum marga frábæra leiki á síðasta ári og þar á meðal er sigurinn á Real Madrid sem allir muna eftir," sagði Iniesta. Hann er ánægður með nýja leikmanninn Ibrahim Afellay. „Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og það er margt með honum. Við munum reyna að hjálpa honum að aðlagast öllu hjá okkur sem fyrst," sagði Iniesta. Spænskir miðlar hafa heimildir fyrir því að Andres Iniesta verði kosinn besti knattspyrnumaður heims og fái Gullbolta FIFA. „Það er frábært að vera í hópi þriggja efstu og það er enn betra fyrir bæði mig og mitt félag Barcelona að ég sér þar með Leo og Xavi. Að vinna Gullboltann væri eitthvað sem ég hef ekki einu sinni dreymt um að afreka og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig tilfinningin yrði að vinna hann," sagði Iniesta. Spænski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn. „Við erum staðráðnir í að byrja nýja árið vel en við gerum okkur grein fyrir því að árið 2011 verður erfitt," sagði Andres Iniesta í viðtali á heimasíðu Barcelona. „Við getum ekkert verið vissir um það að vinna titla eða endurtaka góðan árangur okkur á árinu 2010 en ég fullvissa okkar stuðningsmenn um það að við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna alla titla í boði. Ég er viss um að liðið mun ekki bregðast neinum," sagði Iniesta. „Ég vona að gott gengi okkar haldi áfram. Við verðum að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram að spila vel. Við spiluðum marga frábæra leiki á síðasta ári og þar á meðal er sigurinn á Real Madrid sem allir muna eftir," sagði Iniesta. Hann er ánægður með nýja leikmanninn Ibrahim Afellay. „Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og það er margt með honum. Við munum reyna að hjálpa honum að aðlagast öllu hjá okkur sem fyrst," sagði Iniesta. Spænskir miðlar hafa heimildir fyrir því að Andres Iniesta verði kosinn besti knattspyrnumaður heims og fái Gullbolta FIFA. „Það er frábært að vera í hópi þriggja efstu og það er enn betra fyrir bæði mig og mitt félag Barcelona að ég sér þar með Leo og Xavi. Að vinna Gullboltann væri eitthvað sem ég hef ekki einu sinni dreymt um að afreka og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig tilfinningin yrði að vinna hann," sagði Iniesta.
Spænski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira