Greiningarfyrirtæki telur byrðina af Icesave hóflega 14. janúar 2011 05:30 Beðið eftir úrslitunum. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um Icesave í fyrra. Hér má sjá stjórnmálaforingja bíða eftir niðurstöðum. Lög Alþingis voru kolfelld. Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is Icesave Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira