Favre endanlega hættur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2011 16:30 Favre hleypur af vellinum í síðasta skipti. AP Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre. Erlendar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre.
Erlendar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira