Viðskipti innlent

GAMMA: Kostnaður við Icesave 26 til 233 milljarðar

Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur sent til Alþingis umsögn um nýja Icesave samninginn þar sem mat er lagt á kostnaðinn af honum miðað við ólíkar forsendur. Samkvæmt GAMMA getur kostnaðurinn orðið minnst 26 milljarðar kr. en mest 233 milljarðar kr.

Í umsögninni eru settar fram fjórar mismunandi sviðsmyndir til að meta kostnaðinn. Þær eru eftirfarandi:

Sviðsmynd 1:

„Ragnar Hall" ákvæðið falli tryggingasjóðnum, TIF, í hag. Hraðari niðurgreiðsla höfuðstóls. Hægt er að túlka sviðsmyndina sem hraðari og hærri endurheimtur en áætlun skilanefndar gerir ráð fyrir. Að auki er gert ráð fyrir 2% styrkingu krónunnar á ársfjórðungi (35% styrking til 2016). Niðurstaða er lægri mörk heildarkostnaðar nema 26 milljörðum kr.

Sviðsmynd 2:

Endurheimtur samkvæmt áætlun skilanefndar Landsbankans ásamt styrkingu krónunnar um 2% á ársfjórðungi út líftímann (35% styrking til 2016). Niðurstaða er heildarkostnaður um 44 milljarða kr.

Sviðsmynd 3:

Óbreytt gengi gjaldmiðla og áætlun skilanefndar um endurheimtur. Niðurstaða er heildarkostnaður um 67 milljarða kr.

Sviðsmynd 4:

2% veikingi krónunnar á ársfjórðungi út líftímann (55% veiking til 2016). Fyrsta greiðsla úr þrotabúi berst ekki fyrr en 1. apr. 2012 ásamt því að innheimtur úr þrotabúi lækki um 10% frá áætlun skilanefndar. Niðurstaða er hærri mörk heildarkostnaðar 233 milljarðar kr.

Hægt er að nálgast umsögnina í heild á vefsíðunni www.gamma.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×