Fundi fjárlaganefndar lokið - útprent lesið af símtali Davíðs 24. janúar 2011 22:25 Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Símtalið var lesið af númeruðum blöðum og þurftu nefndarmenn að skila sínum eintökum þegar fundinum lauk. Mikil áhersla er lögð á að ekki komi fram opinberlega hvað Davíð og Mervyn fór nákvæmlega á milli en Mervyn King hefur sagt í breskum fjölmiðlum að hann vissi ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir þessa leyndarhyggju. „Við fáum þessar upplýsingar og erum skildug að halda trúnaði yfir þeim en svona leyndarhyggja getur haft stóralvarlegar afleiðingar og var í raun grunnurinn að því hruni sem hérna varð." Nú þegar hafa fjöldi manns séð nákvæmlega hvað þeim Davíð og Mervyn King fór á milli í hinu umrædda símtali. Bæði fjárlaganefnd og utanríkisnefnd hafa séð útprent af símtalinu. Þjóðin hefur hins vegar einungis orð Davíðs Oddssonar fyrir því hvaða orð voru látin falla. Þór Saari segir það mikilvægt að ef til dæmis yrði kosið um Icesave þá þyrftu öll gögn að vera gerð opinber. „Þetta er mjög óeðlileg staða og það verður gerð krafa um það að öll gögn verði opinberuð fari málið í þjóðaratkvæðagreiðslu." Spurður hvort það sé rétt hjá Davíð að Mervyn King hafi sagt Íslendinga ekki þurfa að borga segist Þór aftur bundinn trúnaði. „En það er óhæft að stór hluti stjórnsýslunnar sé hulinn leyndarhjúpi," segir hann. Icesave Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Símtalið var lesið af númeruðum blöðum og þurftu nefndarmenn að skila sínum eintökum þegar fundinum lauk. Mikil áhersla er lögð á að ekki komi fram opinberlega hvað Davíð og Mervyn fór nákvæmlega á milli en Mervyn King hefur sagt í breskum fjölmiðlum að hann vissi ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir þessa leyndarhyggju. „Við fáum þessar upplýsingar og erum skildug að halda trúnaði yfir þeim en svona leyndarhyggja getur haft stóralvarlegar afleiðingar og var í raun grunnurinn að því hruni sem hérna varð." Nú þegar hafa fjöldi manns séð nákvæmlega hvað þeim Davíð og Mervyn King fór á milli í hinu umrædda símtali. Bæði fjárlaganefnd og utanríkisnefnd hafa séð útprent af símtalinu. Þjóðin hefur hins vegar einungis orð Davíðs Oddssonar fyrir því hvaða orð voru látin falla. Þór Saari segir það mikilvægt að ef til dæmis yrði kosið um Icesave þá þyrftu öll gögn að vera gerð opinber. „Þetta er mjög óeðlileg staða og það verður gerð krafa um það að öll gögn verði opinberuð fari málið í þjóðaratkvæðagreiðslu." Spurður hvort það sé rétt hjá Davíð að Mervyn King hafi sagt Íslendinga ekki þurfa að borga segist Þór aftur bundinn trúnaði. „En það er óhæft að stór hluti stjórnsýslunnar sé hulinn leyndarhjúpi," segir hann.
Icesave Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira