„Þetta er bara í sínum farvegi, það er verið að ræða við alla aðila og reyna að greiða úr þessari flækju á vettvangi STEFs þar sem það á heima," segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla.
Á miðnætti átti bann Jóhanns G. Jóhannssonar gegn Bylgjunni að ganga í gegn en tónlistarmaðurinn vill meina útvarpsstöðinni að spila lögin sín sökum samskipta sinna við útvarpsráð Bylgjunnar.
Jóhann G. og forsvarsmenn Bylgjunnar hafa deilt á síðum blaðanna en þegar Pálmi er inntur eftir því hvort hlustendur geti óskað eftir Don't Try to Fool Me svarar hann:
„Við erum í fullum rétti til að spila lög Jóhanns."- fgg

