Hvernig á ákvæðið um þjóðareign að hljóða? Bolli Héðinsson skrifar 23. febrúar 2011 11:00 Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun