Vill banna fóstureyðingar 23. febrúar 2011 07:00 Á móti fóstureyðingum Justin Bieber er á móti fóstureyðingum, jafnvel í þeim tilvikum þegar konan hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.NordicPHotos/Getty Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina. Yfir þúsund miðar hafa selst í forsölu hér á landi á frumsýningarhelgi tónlistar- og heimildarmyndarinnar um Justin Bieber, Never Say Never. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum segir þetta vera nokkuð mikið miðað við íslenskan markað því yfirleitt mæti Íslendingar bara á staðinn og láti sig hafa það að standa í röð. Sigurður Victor, sem er ekki í hinum hefðbundna Bieber-markhópi, segir myndina koma á óvart en bætir því við að hún sé ekki sýnd með íslenskum texta í þrívíddarútgáfunni. Bieber hefur undanfarið verið einn vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru seldist síðasti diskur hans, My World 2.0, í þrjú þúsund eintökum. Bieber sneri reyndar öllu á hvolf í Bandaríkjunum um helgina þegar bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone birti ítarlegt viðtal við hann. Þar opinberaði hann að hann væri sannkristinn hægrimaður. Bieber byrjaði viðtalið á því að ráðast gegn bandaríska heilbrigðiskerfinu og stillti sér næst upp við hliðina á þeim sem eru á móti fóstureyðingum. „Ég er á móti þeim, þetta er eins og að drepa lítið barn,“ hefur Rolling Stone eftir poppstjörnunni ungu. Hann heldur síðan áfram á svipuðum slóðum þegar hann er spurður hvort hann sé þá líka á móti fóstureyðingum eftir kynferðislegt ofbeldi. „Auðvitað er slíkt alltaf sorglegt en ég trúi því að allt sem gerist hafi einhvern tilgang. Í þessu tilviki er auðvitað erfitt að koma auga á tilganginn en hann er einhver. Ég hef hins vegar ekki verið í þessari aðstöðu og get því ekki sest í dómarasæti.“ Víst er að þessi ummæli munu vekja misjöfn viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málið í bandarísku samfélagi. Samkvæmt New York Daily News er Bieber af sannkristnu fólki kominn og hlaut víst afar strangt kristilegt uppeldi, sem ætti að einhverju leyti að varpa ljósi á orð hans í Rolling Stone. Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina. Yfir þúsund miðar hafa selst í forsölu hér á landi á frumsýningarhelgi tónlistar- og heimildarmyndarinnar um Justin Bieber, Never Say Never. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum segir þetta vera nokkuð mikið miðað við íslenskan markað því yfirleitt mæti Íslendingar bara á staðinn og láti sig hafa það að standa í röð. Sigurður Victor, sem er ekki í hinum hefðbundna Bieber-markhópi, segir myndina koma á óvart en bætir því við að hún sé ekki sýnd með íslenskum texta í þrívíddarútgáfunni. Bieber hefur undanfarið verið einn vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru seldist síðasti diskur hans, My World 2.0, í þrjú þúsund eintökum. Bieber sneri reyndar öllu á hvolf í Bandaríkjunum um helgina þegar bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone birti ítarlegt viðtal við hann. Þar opinberaði hann að hann væri sannkristinn hægrimaður. Bieber byrjaði viðtalið á því að ráðast gegn bandaríska heilbrigðiskerfinu og stillti sér næst upp við hliðina á þeim sem eru á móti fóstureyðingum. „Ég er á móti þeim, þetta er eins og að drepa lítið barn,“ hefur Rolling Stone eftir poppstjörnunni ungu. Hann heldur síðan áfram á svipuðum slóðum þegar hann er spurður hvort hann sé þá líka á móti fóstureyðingum eftir kynferðislegt ofbeldi. „Auðvitað er slíkt alltaf sorglegt en ég trúi því að allt sem gerist hafi einhvern tilgang. Í þessu tilviki er auðvitað erfitt að koma auga á tilganginn en hann er einhver. Ég hef hins vegar ekki verið í þessari aðstöðu og get því ekki sest í dómarasæti.“ Víst er að þessi ummæli munu vekja misjöfn viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málið í bandarísku samfélagi. Samkvæmt New York Daily News er Bieber af sannkristnu fólki kominn og hlaut víst afar strangt kristilegt uppeldi, sem ætti að einhverju leyti að varpa ljósi á orð hans í Rolling Stone.
Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira