Skrítinn kór af Skólavörðustíg til Hollywood 23. febrúar 2011 08:00 Bræðrasamstarf Bræðurnir Atli og Karl tóku höndum saman við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina The Eagle. Karlakórinn Alþýða, sem Karl er hluti af, söng inn á myndina fyrir rómverska hermenn. „Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira