Valdís með nýja mynd á teikniborðinu 15. mars 2011 09:00 Valdís Óskarsdóttir er að skrifa kvikmyndahandrit sem nefnist Þrír menn, tvær konur, eitt lík og lögga. Fréttablaðið/Stefán Valdís Óskarsdóttir er að skrifa handrit að nýrri gamanmynd sem nefnist Þrír menn, tvær konur, eitt lík og lögga. „Titillinn segir voðalega mikið. Þetta fjallar svolítið um þeirra samverustundir og hvernig líf þessa fólks fléttast saman," segir Valdís. Hún hefur unnið með leikurunum í Vesturporti í síðustu tveimur myndum sínum, Sveitabrúðkaupi og Kóngavegi en hefur ekki ákveðið hvort áframhald verði á því samstarfi. Valdís, sem hefur getið sér gott orð bæði sem leikstjóri, handritshöfundur og klippari, segist ekki vita hvenær tökur á myndinni geta hafist eða hvort hún muni leikstýra. Fyrst þarf hún að ljúka við handritið, sækja um styrki og svo framvegis. „Ástandið á Íslandi er ekki alveg það besta til að framleiða bíómyndir. Það er lítið um peninga og mikill niðurskurður. Það er best að byrja á að klára handritið og sjá svo til." Hún getur vel hugsað sér að gera aðra mynd eins og Sveitabrúðkaup þar sem spuni leikaranna spilaði stóra rullu. „Það er ekki hægt að fá styrk frá Kvikmyndamiðstöð til að vinna mynd sem er ekki með fullskrifað handrit, því miður. Ég þarf að róa á önnur mið og reyna að finna einhverja leið til að framleiða myndir sem eru ekki alveg eftir bókinni," segir hún. Síðasta mynd hennar, Kóngavegur, kom út fyrir rúmu ári og fékk hún góðar viðtökur, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. Með aðalhlutverkin fóru Gísli Örn Garðarsson og Þjóðverjinn Daniel Brühl. -fb Lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira
Valdís Óskarsdóttir er að skrifa handrit að nýrri gamanmynd sem nefnist Þrír menn, tvær konur, eitt lík og lögga. „Titillinn segir voðalega mikið. Þetta fjallar svolítið um þeirra samverustundir og hvernig líf þessa fólks fléttast saman," segir Valdís. Hún hefur unnið með leikurunum í Vesturporti í síðustu tveimur myndum sínum, Sveitabrúðkaupi og Kóngavegi en hefur ekki ákveðið hvort áframhald verði á því samstarfi. Valdís, sem hefur getið sér gott orð bæði sem leikstjóri, handritshöfundur og klippari, segist ekki vita hvenær tökur á myndinni geta hafist eða hvort hún muni leikstýra. Fyrst þarf hún að ljúka við handritið, sækja um styrki og svo framvegis. „Ástandið á Íslandi er ekki alveg það besta til að framleiða bíómyndir. Það er lítið um peninga og mikill niðurskurður. Það er best að byrja á að klára handritið og sjá svo til." Hún getur vel hugsað sér að gera aðra mynd eins og Sveitabrúðkaup þar sem spuni leikaranna spilaði stóra rullu. „Það er ekki hægt að fá styrk frá Kvikmyndamiðstöð til að vinna mynd sem er ekki með fullskrifað handrit, því miður. Ég þarf að róa á önnur mið og reyna að finna einhverja leið til að framleiða myndir sem eru ekki alveg eftir bókinni," segir hún. Síðasta mynd hennar, Kóngavegur, kom út fyrir rúmu ári og fékk hún góðar viðtökur, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. Með aðalhlutverkin fóru Gísli Örn Garðarsson og Þjóðverjinn Daniel Brühl. -fb
Lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Sjá meira