Tónleikar til heiðurs bandarísku gruggsveitinni Stone Temple Pilots verða haldnir á Sódómu Reykjavík á fimmtudag. Lög af flestum plötum sveitarinnar hljóma á tónleikunum.
Fram koma Kristófer Jensson, Franz Gunnarsson, Helgi Rúnar Gunnarsson, Þórhallur Stefánsson og Jón Svanur Sveinsson, auk gestasöngvara. Stone Temple Pilots sló í gegn með frumburðinum Core árið 1992.
Síðan þá hefur sveitin selt yfir fjörutíu milljónir platna. Hún er enn starfandi og gaf á síðasta ári út nýja plötu. Miðinn á tónleikana á Sódómu kostar 1.000 krónur.
Lífið