Javier Bardem - Spænskur brautryðjandi og kvennagull 17. mars 2011 10:00 Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is. Lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is.
Lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira