Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín 23. mars 2011 21:00 Ástandið í neyðarskýlum sem sett hafa verið upp í Japan er víða slæmt. Útlit er fyrir að barnshafandi konur þurfi að fæða börn sín þar.mynd/save the children Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Nao Saito, sem á að eiga barn sitt í næstu viku, hitti fulltrúa Save the Children í Shichigo-barnaskólanum sem breytt hefur verið í fjöldahjálparstöð. Hún segir að vegna skorts á eldsneyti sé hún hrædd um að ná ekki í tíma á sjúkrahúsið í borginni Sendai. Stephen McDonald, sem leiðir neyðaraðstoð barna í Japan, segir um hálfa milljón manns vera á vergangi eftir flóðbylgjuna og margir þeirra búi í yfirfullum fjöldahjálparstöðvum á nær 600 kílómetra strandlengju Japans. „Það er því miður hætt við að konur sem eru langt gengnar með barn neyðist til að fæða í þessum stöðvum," segir McDonald. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir afar mikilvægt að bregðast eins skjótt við og auðið er. „Það er mikill fjöldi barna sem hefur misst heimili sín, skóla, ættingja og vini. Allt þeirra daglega líf er úr skorðum," segir Petrína. „Við leggjum mikla áherslu á að koma upp barnvænum svæðum. og nú hefur um 2.000 hjálparstöðvum verið komið á fót. Það er nauðsynlegt að sjá til þess að börnin fái öryggi og vernd, áfallahjálp og stuðning." Mikill kuldi er nú í Japan og víðs vegar um borgina Sendai og annars staðar á flóðasvæðinu hafa myndast langar biðraðir við bensínstöðvar þar sem fólk bíður eftir eldsneyti. Um 4.000 skólar eyðilögðust í hamförunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir söfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Japan. Hægt er að leggja þeim lið með því að hringja í söfnunarsíma 904 1900 (1.900 krónu framlag) eða 904 2900 (2.900 krónu framlag). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26–001989, kt. 521089-1059. sunna@frettabladid.is Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Nao Saito, sem á að eiga barn sitt í næstu viku, hitti fulltrúa Save the Children í Shichigo-barnaskólanum sem breytt hefur verið í fjöldahjálparstöð. Hún segir að vegna skorts á eldsneyti sé hún hrædd um að ná ekki í tíma á sjúkrahúsið í borginni Sendai. Stephen McDonald, sem leiðir neyðaraðstoð barna í Japan, segir um hálfa milljón manns vera á vergangi eftir flóðbylgjuna og margir þeirra búi í yfirfullum fjöldahjálparstöðvum á nær 600 kílómetra strandlengju Japans. „Það er því miður hætt við að konur sem eru langt gengnar með barn neyðist til að fæða í þessum stöðvum," segir McDonald. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir afar mikilvægt að bregðast eins skjótt við og auðið er. „Það er mikill fjöldi barna sem hefur misst heimili sín, skóla, ættingja og vini. Allt þeirra daglega líf er úr skorðum," segir Petrína. „Við leggjum mikla áherslu á að koma upp barnvænum svæðum. og nú hefur um 2.000 hjálparstöðvum verið komið á fót. Það er nauðsynlegt að sjá til þess að börnin fái öryggi og vernd, áfallahjálp og stuðning." Mikill kuldi er nú í Japan og víðs vegar um borgina Sendai og annars staðar á flóðasvæðinu hafa myndast langar biðraðir við bensínstöðvar þar sem fólk bíður eftir eldsneyti. Um 4.000 skólar eyðilögðust í hamförunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir söfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Japan. Hægt er að leggja þeim lið með því að hringja í söfnunarsíma 904 1900 (1.900 krónu framlag) eða 904 2900 (2.900 krónu framlag). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26–001989, kt. 521089-1059. sunna@frettabladid.is
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira