Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 00:01 Guðmundur G. Þórarinsson. „Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði." Einvígi aldarinnar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
„Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði."
Einvígi aldarinnar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira