Innlent

Heildarfjárþörfin allt að 48 milljarðar

Margir vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem aflaga hefur farið en flokkurinn hefur aldrei stýrt Íbúðalánasjóði, sagði Sigurður Kári Kristjánsson,og bætti við að sjóðurinn væri skilgetið afkvæmi Jóhönnu Sigurðardóttur.Fréttablaðið/Pjetur
Margir vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem aflaga hefur farið en flokkurinn hefur aldrei stýrt Íbúðalánasjóði, sagði Sigurður Kári Kristjánsson,og bætti við að sjóðurinn væri skilgetið afkvæmi Jóhönnu Sigurðardóttur.Fréttablaðið/Pjetur
Það skýrist ekki fyrr en síðar á árinu hve mikið fé ríkið mun að leggja fram til að auka við eigið fé Íbúðalánasjóðs, sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á Alþingi í gær.

Þegar hafa verið lagðir fram 33 milljarðar króna en það mun ekki duga að fullu, sagði ráðherrann og taldi líklegt að heildarfjárþörf sjóðsins gæti orðið allt að 48 milljarðar króna.

Sú tala kom fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins í umræðunni. 48 milljarðar miðast við að allt fari á versta hugsanlega veg. Miðað við sömu forsendur sé eðlilegt að gera ráð fyrir að kostnaður Íslendinga vegna Icesave yrði 2000 milljarðar, þ.e.a.s. allar skuldir þróist eins og verst má verða en eignir, sem standa á bak við skuldir, reynist einskis virði. Staðreyndin sé hins vegar sú að þótt Íbúðalánasjóður hefði vitaskuld orðið fyrir tapi af völdum efnahagshrunsins standi sjóðurinn sterkur eftir.

Guðbjartur sagði að áður en afskriftaþörfin lægi fyrir þurfi að fara yfir lánasafn sjóðsins og meta áhrif þeirra afskrifta sem ákveðið hefði verið að ráðast í samkvæmt svokallaðri 110% leið. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×