Bensínverð lækki um 28 krónur 31. mars 2011 04:30 Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira