Bæjarstjóri gerir stuðsamning 31. mars 2011 20:30 upphafsmaður Mugison tók Gúanóstelpuna, óopinbert einkennislag Aldrei fór ég suður, fyrir fjölmiðlafólk á verkstæði KNH á Ísafirði þar sem tónleikarnir fara fram. fréttablaðið/stefán „Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar skulu stuðla að óæskilegri hegðun og almennum kjánaskap meðan á hátíðinni stendur, meðal annars með því að dansa kjánalega, trufla hljómsveitir og ganga á fjörur við sjálft tónlistarfólkið. Enn fremur að vera í stuði yfir dagana fjóra," segir í sérstökum „stuðsamningi" milli skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar, sem skrifað var undir á Ísafjarðarflugvelli á þriðjudag.Margvísleg aðkoma bæjarins að hátíðinni, sem haldin verður í áttunda sinn dagana 21. til 23. apríl næstkomandi, var þar staðfest formlega ásamt samstarfi við fleiri aðila á borð við Flugfélag Íslands, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Inspired by Iceland, en tónleikum hátíðarinnar verður streymt í gegnum heimasíðu markaðsverkefnisins. Um þrjátíu atriði verða í boði á hátíðinni í ár og segir Jón Þór Þorleifsson rokkstjóri áhuga tónlistarfólks á hátíðinni vera forréttindi. Til marks um það hafi hann neyðst til að hafna um 120 atriðum sem vildu koma fram. Meðal atriða í ár má nefna Pál Óskar, Nýdönsk, FM Belfast, Bjartmar og Bergrisana, Klassart, Lifun, Valdimar og Grafík, að ógleymdum Mugison, einum skipuleggjenda hátíðarinnar. Þá mætir ísfirska kvennasveitin Sokkabandið til leiks eftir áralangt hlé.- kg Fréttir Lífið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar skulu stuðla að óæskilegri hegðun og almennum kjánaskap meðan á hátíðinni stendur, meðal annars með því að dansa kjánalega, trufla hljómsveitir og ganga á fjörur við sjálft tónlistarfólkið. Enn fremur að vera í stuði yfir dagana fjóra," segir í sérstökum „stuðsamningi" milli skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar, sem skrifað var undir á Ísafjarðarflugvelli á þriðjudag.Margvísleg aðkoma bæjarins að hátíðinni, sem haldin verður í áttunda sinn dagana 21. til 23. apríl næstkomandi, var þar staðfest formlega ásamt samstarfi við fleiri aðila á borð við Flugfélag Íslands, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Inspired by Iceland, en tónleikum hátíðarinnar verður streymt í gegnum heimasíðu markaðsverkefnisins. Um þrjátíu atriði verða í boði á hátíðinni í ár og segir Jón Þór Þorleifsson rokkstjóri áhuga tónlistarfólks á hátíðinni vera forréttindi. Til marks um það hafi hann neyðst til að hafna um 120 atriðum sem vildu koma fram. Meðal atriða í ár má nefna Pál Óskar, Nýdönsk, FM Belfast, Bjartmar og Bergrisana, Klassart, Lifun, Valdimar og Grafík, að ógleymdum Mugison, einum skipuleggjenda hátíðarinnar. Þá mætir ísfirska kvennasveitin Sokkabandið til leiks eftir áralangt hlé.- kg
Fréttir Lífið Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira