Hvað er veikt umboð? 1. apríl 2011 06:00 Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn þessari tilraun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakaflinn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosningaköflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það samkomulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skynsamleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niðurstöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur frá andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgjast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðarheill leiðarljósið í vinnu hvers stjórnlagaráðskarls og hverrar stjórnlagaráðskonu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Skoðanir Svavar Gestsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn þessari tilraun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakaflinn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosningaköflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það samkomulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skynsamleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niðurstöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur frá andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgjast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðarheill leiðarljósið í vinnu hvers stjórnlagaráðskarls og hverrar stjórnlagaráðskonu.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun