Fyrirtækið Brand Sense Partners hefur kært Britney Spears og Jamie, föður hennar, fyrir samningsbrot.
Fyrirtækið sá um að semja við snyrtivörurisann Elizabeth Arden árið 2004 fyrir hönd Spears-feðginana. Elizabeth Arden þróaði ilmlínu Spears, sem hefur malað gull fyrir söngkonuna. Spears-feðginin gleymdu að borga Brand Sense Partners umboðslaun, samkvæmt kæru fyrirtækisins, sem krefst þess að fá tíu milljónir dala í skaðabætur.
Samkvæmt Brand Sense Partners fór Britney fram á að fá öll laun fyrir ilmverkefnið inn á eigin reikning og hundsaði þar með umboðsgreiðslu upp á 35 prósent. Þá eiga Britney og Jamie Spears að hafa gert sérsamning við Elizabeth Arden til að sleppa við að borga tíðrædd umboðslaun.
