Nú styttist óðum í hið konunglega brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Tímaritið People hefur þó heimildir fyrir því að hinn tilvonandi brúðgumi neiti að bera hring á fingri.
„Það verður aðeins smíðaður einn hringur að ósk brúðhjónanna tilvonandi. Fröken Middleton fær sérsmíðaðan hring úr velsku gulli en prinsinn verður hringlaus," sagði talsmaður konungshallarinnar. Tímaritið greinir þó ekki frá því hver ástæða hringleysisins er.
Hringlaus Bretaprins
