Sólóferill Friðriks fær fljúgandi start 1. apríl 2011 16:00 í íslenska sendiráðinu Friðrik Ómar og Jóhanna Guðrún ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, í hófi sem var haldið fyrir tónleikana. „Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira