Icesave-atriðin 10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 1. Við borgum allt: Samkvæmt nýjustu samningsdrögum taka Íslendingar að sér að bæta Bretum og Hollendingum allt tjón þeirra vegna Icesave með vöxtum. Þeir fá 20.000 evrur á reikning, ætla að nota helming af þrotabúinu til að fjármagna það sem þeir ákváðu sjálfir að greiða til viðbótar og fá fjármögnunarkostnaðinn ofan á það sem þeir ætla Íslendingum að borga. Þetta hefði e.t.v. verið eðlilegt fyrsta tilboð á fyrsta fundi. 2. „Dómstólaleiðin": Ólíklegt er að B&H vilji fara í mál vegna þess að það hentar þeim hvorki að vinna né tapa. Það væri afleitt fyrir Evrópulönd sem þegar eru í ríkisskuldakreppu að fá dæmda á sig ábyrgð á allt of stórum og löskuðum bankakerfum sínum. Ef farið yrði í mál getur aðeins íslenskur dómstóll dæmt íslenska ríkið til greiðslu skaðabóta. Það hefur EFTA-dómstóllinn staðfest. Hvergi er að finna ríkisábyrgð á innistæðutryggingum en jafnvel þótt hinn íslenski dómstóll liti framhjá því er óhugsandi að B&H yrði dæmt meira en algjört skaðleysi í málinu (þ.e. sama og núverandi drög gera ráð fyrir) 3. Neyðarlögin og mismunun: Samningarnir breyta engu um dómsmál vegna mismununar. Þegar liggur fyrir krafa um slíkt m.a. frá hollenskum innistæðueigendum sem ekki fengu allt sitt greitt (Hollendingar mismunuðu sínu fólki saman borið við Breta). Eftirlitsstofnun EFTA hefur sagt að hún skoði líklega málið óháð samningum. Samþykkt samningsins breytir því engu um þann hræðsluáróður að neyðarlögunum kunni að verða blandað í málið. 4. Hverjum var mismunað?: Ef borinn er saman afrakstur innistæðueigenda á Íslandi annars vegar og í B&H hins vegar kemur í ljós að mismunun bitnaði frekar á þeim sem áttu innistæður hér á landi en öfugt. Bretar fengu öll sín verðmæti tryggð en þeir sem áttu innistæður á Íslandi fengu þær aðeins tryggðar í krónum sem fallið höfðu í verði um tugi prósenta. Breska og hollenska ríkið hagnast gífurlega á neyðarlögunum enda færðu þau kröfur þeirra í forgang. 5. Upphæðin: Ljóst er að 26 milljarðar í uppsafnaða vexti koma til greiðslu strax og samningarnir verða samþykktir (sama upphæð og heildarkostnaður við Búðarhálsvirkjun nema hvað sá kostnaður fellur til innanlands og eflir hagkerfið). Ath: Ekki er hægt að nota þá tæpu 20 milljarða sem eru í innistæðutryggingasjóðnum í vaxtagreiðslur. Það veltur svo á því hvernig verðmæti þrotabúsins sveiflast, og hvenær farið verður að greiða út, hver endanleg upphæð verður. Þar getur munað tugum og hundruðum milljarða. 6. Gengisáhættan: Gengi krónunnar má ekki breytast mikið til þess að upphæðin sem lendir á ríkinu hækki verulega. Þar var hins vegar miðað við opinbert gengi Seðlabankans. Raunverulegt gengi er miklu veikara og því eru tölurnar um áætlað tjón ríkisins blekking. Reynt hefur verið að gera lítið úr gengisáhættunni með því að halda því fram að krónan sé lágt skráð og muni líklega styrkjast. Teldu menn slíkar upplýsingar öruggar gætu þeir orðið óendanlega ríkir á að veðja rétt á þróun gjaldmiðils. Aðalatriðið er þó það að verið er að reikna matið út frá opinberu gengi Seðlabankans sem hefur ekkert með raunverulegt gengið að gera. 7. Gjaldeyrishöft: Allir sem gáfu fjárlaganefnd mat á áhrifum samninganna á gjaldeyrishöftin, nema Seðlabankinn, töldu að með þeim væri verið að festa gjaldeyrishöft í sessi og að áframhaldandi höft væru í raun forsenda samninganna. Nú hefur Seðlabankinn viðurkennt að til standi að viðhalda höftunum út árið 2015. Varla þarf að taka fram að gjaldeyrishöft eru mun skaðlegri erlendri fjárfestingu en deila embættismanna um Evrópureglur. 8. Lánstraust og fjármögnun: Aukin skuldsetning bætir ekki skuldatryggingaálag heldur gerir það lakara. Þetta mátti öllum vera ljóst fyrir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu en samt leyfðu Icesave-menn sér að halda hinu gagnstæða fram. Þegar Íslendingar höfnuðu Icesave II fór lánstraust landsins að batna jafnt og þétt en hafði verið afleitt fram að því. Það hefur hins vegar fjarað undan öðrum ríkjum á sama tíma. Það er fráleitt að halda því fram að „alþjóðasamfélagið" myndi samsæri um að setja lönd í fjármögnungarbann bara af því þau vilja standa á rétti sínum gagnvar ólögvörðum kröfum í afmörkuðu máli. Fólk og fyrirtæki fjárfesta þar sem er hagnaðarvon eins og hefur komið á daginn. 9. Ímynd þjóðarinnar: Haldi einhver að Íslendingar geti bætt ímynd sína með því að taka á sig skuldir einkabanka hefur sá hinn sami ekki verið að fylgjast með erlendum fjölmiðlum. Þar fagna menn framgöngu Íslendinga í að bjóða fjármálageiranum birginn og líta á baráttu Íslendinga sem fyrirmynd í þeirri baráttu sem nú er hafin í Evrópu vegna skuldakrísunnar. Meira að segja virtustu fjármálablöð heims, Financial Times og Wall Street Journal verja málstað Íslendinga. 10. Þeir sem höfðu rangt fyrir sér um allt: Málflutningur þeirra sem vilja að almenningur taki á sig Icesave-kröfurnar er ekki aðeins ótrúverðugur heldur líka óskammfeilinn því að sama fólk hélt fram nákvæmlega sama hræðsluáróðri fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna síðast og hafði rangt fyrir sér um allt. Nú er sami áróður endurfluttur enda þótt fáránleiki hans blasi við hverjum sem fylgst hefur með fréttum. Tækifæri Íslands eru óþrjótandi svo framarlega sem tekst að vinna á ríkisskuldunum. Ríkis- og bankaskuldakrísan í Evrópu er nú farin aftur á fullan skrið. Vilja Íslendingar lögfesta á sig áhættusamar kröfur í erlendri mynt rétt áður en þau mál koma öll upp á yfirborðið og í ljós kemur aðrar þjóðir munu ekki taka á sig kröfur sem Íslendingum er ætlað að samþykkja án dóms og laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
1. Við borgum allt: Samkvæmt nýjustu samningsdrögum taka Íslendingar að sér að bæta Bretum og Hollendingum allt tjón þeirra vegna Icesave með vöxtum. Þeir fá 20.000 evrur á reikning, ætla að nota helming af þrotabúinu til að fjármagna það sem þeir ákváðu sjálfir að greiða til viðbótar og fá fjármögnunarkostnaðinn ofan á það sem þeir ætla Íslendingum að borga. Þetta hefði e.t.v. verið eðlilegt fyrsta tilboð á fyrsta fundi. 2. „Dómstólaleiðin": Ólíklegt er að B&H vilji fara í mál vegna þess að það hentar þeim hvorki að vinna né tapa. Það væri afleitt fyrir Evrópulönd sem þegar eru í ríkisskuldakreppu að fá dæmda á sig ábyrgð á allt of stórum og löskuðum bankakerfum sínum. Ef farið yrði í mál getur aðeins íslenskur dómstóll dæmt íslenska ríkið til greiðslu skaðabóta. Það hefur EFTA-dómstóllinn staðfest. Hvergi er að finna ríkisábyrgð á innistæðutryggingum en jafnvel þótt hinn íslenski dómstóll liti framhjá því er óhugsandi að B&H yrði dæmt meira en algjört skaðleysi í málinu (þ.e. sama og núverandi drög gera ráð fyrir) 3. Neyðarlögin og mismunun: Samningarnir breyta engu um dómsmál vegna mismununar. Þegar liggur fyrir krafa um slíkt m.a. frá hollenskum innistæðueigendum sem ekki fengu allt sitt greitt (Hollendingar mismunuðu sínu fólki saman borið við Breta). Eftirlitsstofnun EFTA hefur sagt að hún skoði líklega málið óháð samningum. Samþykkt samningsins breytir því engu um þann hræðsluáróður að neyðarlögunum kunni að verða blandað í málið. 4. Hverjum var mismunað?: Ef borinn er saman afrakstur innistæðueigenda á Íslandi annars vegar og í B&H hins vegar kemur í ljós að mismunun bitnaði frekar á þeim sem áttu innistæður hér á landi en öfugt. Bretar fengu öll sín verðmæti tryggð en þeir sem áttu innistæður á Íslandi fengu þær aðeins tryggðar í krónum sem fallið höfðu í verði um tugi prósenta. Breska og hollenska ríkið hagnast gífurlega á neyðarlögunum enda færðu þau kröfur þeirra í forgang. 5. Upphæðin: Ljóst er að 26 milljarðar í uppsafnaða vexti koma til greiðslu strax og samningarnir verða samþykktir (sama upphæð og heildarkostnaður við Búðarhálsvirkjun nema hvað sá kostnaður fellur til innanlands og eflir hagkerfið). Ath: Ekki er hægt að nota þá tæpu 20 milljarða sem eru í innistæðutryggingasjóðnum í vaxtagreiðslur. Það veltur svo á því hvernig verðmæti þrotabúsins sveiflast, og hvenær farið verður að greiða út, hver endanleg upphæð verður. Þar getur munað tugum og hundruðum milljarða. 6. Gengisáhættan: Gengi krónunnar má ekki breytast mikið til þess að upphæðin sem lendir á ríkinu hækki verulega. Þar var hins vegar miðað við opinbert gengi Seðlabankans. Raunverulegt gengi er miklu veikara og því eru tölurnar um áætlað tjón ríkisins blekking. Reynt hefur verið að gera lítið úr gengisáhættunni með því að halda því fram að krónan sé lágt skráð og muni líklega styrkjast. Teldu menn slíkar upplýsingar öruggar gætu þeir orðið óendanlega ríkir á að veðja rétt á þróun gjaldmiðils. Aðalatriðið er þó það að verið er að reikna matið út frá opinberu gengi Seðlabankans sem hefur ekkert með raunverulegt gengið að gera. 7. Gjaldeyrishöft: Allir sem gáfu fjárlaganefnd mat á áhrifum samninganna á gjaldeyrishöftin, nema Seðlabankinn, töldu að með þeim væri verið að festa gjaldeyrishöft í sessi og að áframhaldandi höft væru í raun forsenda samninganna. Nú hefur Seðlabankinn viðurkennt að til standi að viðhalda höftunum út árið 2015. Varla þarf að taka fram að gjaldeyrishöft eru mun skaðlegri erlendri fjárfestingu en deila embættismanna um Evrópureglur. 8. Lánstraust og fjármögnun: Aukin skuldsetning bætir ekki skuldatryggingaálag heldur gerir það lakara. Þetta mátti öllum vera ljóst fyrir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu en samt leyfðu Icesave-menn sér að halda hinu gagnstæða fram. Þegar Íslendingar höfnuðu Icesave II fór lánstraust landsins að batna jafnt og þétt en hafði verið afleitt fram að því. Það hefur hins vegar fjarað undan öðrum ríkjum á sama tíma. Það er fráleitt að halda því fram að „alþjóðasamfélagið" myndi samsæri um að setja lönd í fjármögnungarbann bara af því þau vilja standa á rétti sínum gagnvar ólögvörðum kröfum í afmörkuðu máli. Fólk og fyrirtæki fjárfesta þar sem er hagnaðarvon eins og hefur komið á daginn. 9. Ímynd þjóðarinnar: Haldi einhver að Íslendingar geti bætt ímynd sína með því að taka á sig skuldir einkabanka hefur sá hinn sami ekki verið að fylgjast með erlendum fjölmiðlum. Þar fagna menn framgöngu Íslendinga í að bjóða fjármálageiranum birginn og líta á baráttu Íslendinga sem fyrirmynd í þeirri baráttu sem nú er hafin í Evrópu vegna skuldakrísunnar. Meira að segja virtustu fjármálablöð heims, Financial Times og Wall Street Journal verja málstað Íslendinga. 10. Þeir sem höfðu rangt fyrir sér um allt: Málflutningur þeirra sem vilja að almenningur taki á sig Icesave-kröfurnar er ekki aðeins ótrúverðugur heldur líka óskammfeilinn því að sama fólk hélt fram nákvæmlega sama hræðsluáróðri fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna síðast og hafði rangt fyrir sér um allt. Nú er sami áróður endurfluttur enda þótt fáránleiki hans blasi við hverjum sem fylgst hefur með fréttum. Tækifæri Íslands eru óþrjótandi svo framarlega sem tekst að vinna á ríkisskuldunum. Ríkis- og bankaskuldakrísan í Evrópu er nú farin aftur á fullan skrið. Vilja Íslendingar lögfesta á sig áhættusamar kröfur í erlendri mynt rétt áður en þau mál koma öll upp á yfirborðið og í ljós kemur aðrar þjóðir munu ekki taka á sig kröfur sem Íslendingum er ætlað að samþykkja án dóms og laga.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun