Gætum réttar okkar, segjum nei við Icesave III Björn Bjarnason skrifar 7. apríl 2011 06:00 Sunnudaginn 16. nóvember 2008 ritaði ég á vefsíðu mína bjorn.is: „Tilkynnt var undir kvöld, að samkomulag hefði tekist milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna IceSave reikninganna. Um það hefur verið deilt, hvernig háttað er ábyrgðum á innistæðureikningum samkvæmt Evrópugerð, sem snertir bankaviðskipti yfir landamæri. Evrópusambandinu er mikið í mun, að enginn vafi ríki um þessa ábyrgð. Vandi okkar Íslendinga er, að Evrópugerðin er óljós og þar er alls ekki tekið mið af því, að heilt banka- eða fjármálakerfi hrynji eins og hér gerðist. Sé vafi um ábyrgð á grundvelli þessarar gerðar, vegur hann að trausti á allri bankastarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Samningsstaða Íslands er því sterk í málinu, þótt þrengt sé að hagsmunum landsins með því að tengja IceSave óskyldum málum. Þeir, sem til slíkra ráða grípa, treysta ekki á eigin málstað. Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi - hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Benedikt Jóhannesson, ritstjóri og stærðfræðingur, vitnar til tveggja lokaefnisgreina þessarar dagbókarfærslu minnar í grein í Fréttablaðinu 6. apríl til stuðnings þeirri skoðun sinni að segja beri já við Icesave III lögunum. Einhverjir lesendur blaðsins kunna að ætla af grein hans, að ég sé einnig já-maður ESB, Breta og Hollendinga. Því fer víðs fjarri. Frá því að ég ritaði ofangreind orð hefur sífellt orðið skýrara í huga mínum hve brýnt er að rekja þann þráð til enda sem er grunntónn þess sem ég sagði 16. nóvember 2008 og snýr að hinum lagalega rétti okkar Íslendinga. Stjórnvöld hafa því miður ekki borið gæfu til að standa vörð um hann. Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar var blásið á lögfræðileg sjónarmið og komist að „glæsilegri niðurstöðu“, svo að vitnað sé í orð Steingríms J. um afrek Svavars. Síðan hefur Steingrímur J. verið fastur í þessu fari eins og Icesave III ber með sér. Ég hvet eindregið til þess að þjóðin segi nei í atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Málflutningur dregur dám af málstaðnum. Að já-maðurinn Benedikt Jóhannesson kjósi að bregða upp rangri mynd af skoðun minni á Icesave-málinu og segja það gert í nafni siðsemi og skynsemi dæmir sig sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Icesave Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 16. nóvember 2008 ritaði ég á vefsíðu mína bjorn.is: „Tilkynnt var undir kvöld, að samkomulag hefði tekist milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna IceSave reikninganna. Um það hefur verið deilt, hvernig háttað er ábyrgðum á innistæðureikningum samkvæmt Evrópugerð, sem snertir bankaviðskipti yfir landamæri. Evrópusambandinu er mikið í mun, að enginn vafi ríki um þessa ábyrgð. Vandi okkar Íslendinga er, að Evrópugerðin er óljós og þar er alls ekki tekið mið af því, að heilt banka- eða fjármálakerfi hrynji eins og hér gerðist. Sé vafi um ábyrgð á grundvelli þessarar gerðar, vegur hann að trausti á allri bankastarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Samningsstaða Íslands er því sterk í málinu, þótt þrengt sé að hagsmunum landsins með því að tengja IceSave óskyldum málum. Þeir, sem til slíkra ráða grípa, treysta ekki á eigin málstað. Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi - hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Benedikt Jóhannesson, ritstjóri og stærðfræðingur, vitnar til tveggja lokaefnisgreina þessarar dagbókarfærslu minnar í grein í Fréttablaðinu 6. apríl til stuðnings þeirri skoðun sinni að segja beri já við Icesave III lögunum. Einhverjir lesendur blaðsins kunna að ætla af grein hans, að ég sé einnig já-maður ESB, Breta og Hollendinga. Því fer víðs fjarri. Frá því að ég ritaði ofangreind orð hefur sífellt orðið skýrara í huga mínum hve brýnt er að rekja þann þráð til enda sem er grunntónn þess sem ég sagði 16. nóvember 2008 og snýr að hinum lagalega rétti okkar Íslendinga. Stjórnvöld hafa því miður ekki borið gæfu til að standa vörð um hann. Undir forystu Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar var blásið á lögfræðileg sjónarmið og komist að „glæsilegri niðurstöðu“, svo að vitnað sé í orð Steingríms J. um afrek Svavars. Síðan hefur Steingrímur J. verið fastur í þessu fari eins og Icesave III ber með sér. Ég hvet eindregið til þess að þjóðin segi nei í atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Málflutningur dregur dám af málstaðnum. Að já-maðurinn Benedikt Jóhannesson kjósi að bregða upp rangri mynd af skoðun minni á Icesave-málinu og segja það gert í nafni siðsemi og skynsemi dæmir sig sjálft.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun