Alþjóðaheilbrigðisdagurinn Guðbjartur Hannesson skrifar 7. apríl 2011 06:00 Hinn sjöunda apríl hvert ár heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu þýðingarmiklu heilbrigðismáli. Með þessu móti er þjóðum heims boðið að taka sameiginlega þátt í að vekja athygli á máli sem eflir heilsu okkar. Að þessu sinni hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin til aðgerða gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki nýtt vandamál er það að verða varasamara en áður. Íslendingar, eins og margar aðrar þjóðir, hafa gripið til aðgerða að undanförnu til að sporna við þessu vandamáli. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að við stöndum ekki í sömu sporum og við gerðum fyrir daga sýklalyfja. Allir þurfa að taka þátt í þessu átaki: Stjórnvöld, almenningur, sjúklingar, læknar sem ávísa sýklalyfjum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, svo sem lyfjafræðingar og lyfjaiðnaðurinn. Veigamest af öllu er að reyna að koma í veg fyrir smit og að hefta dreifingu smitsjúkdóma. Því skiptir þekking almennings á smitvörnum miklu máli og einföld ráð eins og góður handþvottur hafa verulega þýðingu. Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Þótt notkun sýklalyfja tengist útbreiðslu ónæmis er enn margt á huldu um ástæður útbreiðslunnar. Mikilvægt er að koma þekkingu til skila með réttum skilaboðum og viðbrögðum, því sýklalyf gegna mikilvægu hlutverki í meðhöndlun alvarlegra sýkinga. Því er mikilvægt að þau séu notuð á ábyrgan hátt og á réttum forsendum. Enginn dregur í efa gildi þeirra þegar þeirra er þörf. Aðgerðartengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni eru sérstakt vandamál sem tengist sjúkrahúsum, heilsugæslu og læknastofum. Séu slíkar sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla eykur það enn á vandann og ógnar heilsu sjúklinga með auknum kostnaði vegna dýrra sýklalyfja og lengri dvalartíma á sjúkrastofnunum. Á Íslandi er hvatt til þess að sýklalyf séu notuð með ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á sýkingavarnir á heilbrigðisstofnunum og fylgst er með tíðni sýkinga sem tengjast heilbrigðisþjónustunni. Einnig er fylgst með notkun sýklalyfja innan stofnana og utan í því skyni að greina þróunina og hvernig hún tengist myndun sýklalyfjaónæmis. Upplýsingar um notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmi geta gagnast læknum sem ávísa þessum lyfjum. Á undanförnum árum hefur nokkur árangur náðst við að beina notkun sýklalyfja meðal barna og ungmenna á betri veg. Unnt er að bólusetja gegn mörgum bakteríu- og veirusýkingum, sem leiðir til fækkunar sjúkdómstilvika og minnkandi notkunar sýklalyfja. Þess er vænst að bólusetning ungbarna gegn sýkingum af völdum pneumókokka, svo sem eyrnabólgu, sem hefst í þessum mánuði, dragi úr notkun sýklalyfja og þar með líkum á útbreiðslu fjölónæmra sýkla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Hinn sjöunda apríl hvert ár heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu þýðingarmiklu heilbrigðismáli. Með þessu móti er þjóðum heims boðið að taka sameiginlega þátt í að vekja athygli á máli sem eflir heilsu okkar. Að þessu sinni hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin til aðgerða gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki nýtt vandamál er það að verða varasamara en áður. Íslendingar, eins og margar aðrar þjóðir, hafa gripið til aðgerða að undanförnu til að sporna við þessu vandamáli. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að við stöndum ekki í sömu sporum og við gerðum fyrir daga sýklalyfja. Allir þurfa að taka þátt í þessu átaki: Stjórnvöld, almenningur, sjúklingar, læknar sem ávísa sýklalyfjum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, svo sem lyfjafræðingar og lyfjaiðnaðurinn. Veigamest af öllu er að reyna að koma í veg fyrir smit og að hefta dreifingu smitsjúkdóma. Því skiptir þekking almennings á smitvörnum miklu máli og einföld ráð eins og góður handþvottur hafa verulega þýðingu. Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Þótt notkun sýklalyfja tengist útbreiðslu ónæmis er enn margt á huldu um ástæður útbreiðslunnar. Mikilvægt er að koma þekkingu til skila með réttum skilaboðum og viðbrögðum, því sýklalyf gegna mikilvægu hlutverki í meðhöndlun alvarlegra sýkinga. Því er mikilvægt að þau séu notuð á ábyrgan hátt og á réttum forsendum. Enginn dregur í efa gildi þeirra þegar þeirra er þörf. Aðgerðartengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni eru sérstakt vandamál sem tengist sjúkrahúsum, heilsugæslu og læknastofum. Séu slíkar sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla eykur það enn á vandann og ógnar heilsu sjúklinga með auknum kostnaði vegna dýrra sýklalyfja og lengri dvalartíma á sjúkrastofnunum. Á Íslandi er hvatt til þess að sýklalyf séu notuð með ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á sýkingavarnir á heilbrigðisstofnunum og fylgst er með tíðni sýkinga sem tengjast heilbrigðisþjónustunni. Einnig er fylgst með notkun sýklalyfja innan stofnana og utan í því skyni að greina þróunina og hvernig hún tengist myndun sýklalyfjaónæmis. Upplýsingar um notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmi geta gagnast læknum sem ávísa þessum lyfjum. Á undanförnum árum hefur nokkur árangur náðst við að beina notkun sýklalyfja meðal barna og ungmenna á betri veg. Unnt er að bólusetja gegn mörgum bakteríu- og veirusýkingum, sem leiðir til fækkunar sjúkdómstilvika og minnkandi notkunar sýklalyfja. Þess er vænst að bólusetning ungbarna gegn sýkingum af völdum pneumókokka, svo sem eyrnabólgu, sem hefst í þessum mánuði, dragi úr notkun sýklalyfja og þar með líkum á útbreiðslu fjölónæmra sýkla.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun