Atvinnuleit er erfið Fjóla Einarsdóttir skrifar 12. apríl 2011 07:30 Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun