Black tvisvar hótað lífláti

Lögreglan er að rannsaka líflátshótanir sem ungstirnið Rebecca Black, sem syngur lagið Friday, hefur fengið. Í síðasta mánuði fékk hún tvær hótanir, aðra í gegnum tölvupóst og hina þegar hringt var í plötufyrirtækið hennar. „Hótanirnar snerust um að það ætti að fjarlægja lagið hennar af netinu, annars yrði hún drepin,“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Við eigum erfitt með að meta hversu alvarlegar hótanirnar eru en við tökum þær engu að síður alvarlega.“ Þrátt fyrir hótanirnar er Black hvergi af baki dottin og er að undirbúa sitt næsta lag.