Breska fyrirsætan Elizabeth Hurley fór með gestahlutverk í sjónvarpsþáttum sem gerðir eru um ofurhetjuna Wonder Woman. Hurley lék illmenni í þessum fyrsta þætti þáttaraðarinnar og lét vel af.
„Ég hef leikið nokkur illmenni í gegnum tíðina og mér finnst það æðislega gaman. Það kemur mjög áreynslulaust,“ gantaðist fyrirsætan með í viðtali við tímaritið Hello! Hurley skildi nýverið við eiginmann sinn, indverska milljarðamæringinn Arun Nayar, eftir að upp komst um ástarsamband hennar og ástralsks íþróttamanns.
Leikur helst illmenni
