Viltu vinna miða á Jon Lajoie? Einn miði eftir hver 100 "læk" 11. maí 2011 14:00 Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira