Mikilvægt að draga úr einkaneyslunni 12. maí 2011 06:00 gámar á hafnarbakkanum Hættulegt getur verið að flytja inn meira en flutt er úr landi, að sögn forstöðumanns greiningar Arion banka. Fréttablaðið/hari „Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira