Mikill metnaður á Íslandi 13. maí 2011 21:00 Brett Kirk hefur verið á Íslandi að undanförnu við kynningu á áströlskum fótbolta. Fréttablaðið/Vilhelm Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Brett Kirk lagði nýverið skóna á hilluna eftir farsælan tólf ára atvinnumannaferil í heimalandi sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans og þótti harður í horn að taka. „Ég er mjög þakklátur að geta gefið eitthvað til baka því ég naut þeirra forréttinda að vera atvinnuíþróttamaður með góð laun. Núna get ég hjálpað öðru fólki og kennt því íþróttina sem ég elska," segir Kirk, sem stundum er kallaður Captain Kirk eins og persónan úr þáttunum Star Trek. Hann lagði af stað frá Ástralíu í janúar og hefur ferðast með fjölskyldu sinni undanfarna þrjá mánuði um allan heim, meðal annars til Srí Lanka, Indlands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég hef spilað fótbolta á öllum þessum stöðum og reynt að miðla af reynslu minni," segir hann. Í áströlskum fótbolta eru átján keppendur inni á vellinum í hvoru liði. Markmiðið er að koma boltanum í gegnum mark andstæðinganna og aðalleiðin til þess er að sparka boltanum á milli tveggja hárra stanga. Leikmenn mega nota bæði hendur og fætur til að koma boltanum áfram. „Á þeim stöðum sem ég hef heimsótt, eins og á Íslandi, hefur íþróttin sprottið upp af sjálfu sér. Síðustu hundrað árin hefur íþróttin bara verið spiluð í Ástralíu en núna sjáum við hvað hún hentar vel fyrir fólk úti um allan heim," segir Kirk og bendir á að hver sem er geti spilað fótboltann. Aðspurður segir hann það hafa komið sér mjög á óvart að Íslendingar spiluðu ástralskan fótbolta. „Þetta er nyrsti punkturinn frá Ástralíu og að komast að því að Íslendingar séu að spila íþróttina sem ég ólst upp við er magnað. En ég hef æft með strákunum og þeir hafa mikinn metnað og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja gera hana ennþá vinsælli." Kirk er einnig að kynna heimsmeistaramótið í áströlskum fótbolta sem verður haldið í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka ekki þátt, enda er Ástralía eina landið í heiminum sem starfrækir atvinnumannadeild. Eftir dvölina á Íslandi er för Kirks heitið til Danmerkur og því næst heimsækir hann friðarlið í Tel Aviv. Það er skipað blöndu leikmanna frá Ísrael og Palestínu, sem undirstrikar hvernig íþrótt á borð við ástralskan fótbolta getur sameinað ólíka menningarheima. Nánari upplýsingar um ferðalag Kirks um heiminn má finna á síðunni Brettkirk.com.au. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Atvinnumaðurinn fyrrverandi Brett Kirk er á ferðalagi um heiminn til að kynna ástralskan fótbolta. Hann segir íslenska andspyrnumenn vera metnaðarfulla og hafa mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Brett Kirk lagði nýverið skóna á hilluna eftir farsælan tólf ára atvinnumannaferil í heimalandi sínu Ástralíu. Þar var hann fyrirliði úrvalsdeildarliðsins Sydney Swans og þótti harður í horn að taka. „Ég er mjög þakklátur að geta gefið eitthvað til baka því ég naut þeirra forréttinda að vera atvinnuíþróttamaður með góð laun. Núna get ég hjálpað öðru fólki og kennt því íþróttina sem ég elska," segir Kirk, sem stundum er kallaður Captain Kirk eins og persónan úr þáttunum Star Trek. Hann lagði af stað frá Ástralíu í janúar og hefur ferðast með fjölskyldu sinni undanfarna þrjá mánuði um allan heim, meðal annars til Srí Lanka, Indlands, Suður-Afríku og Evrópu. „Ég hef spilað fótbolta á öllum þessum stöðum og reynt að miðla af reynslu minni," segir hann. Í áströlskum fótbolta eru átján keppendur inni á vellinum í hvoru liði. Markmiðið er að koma boltanum í gegnum mark andstæðinganna og aðalleiðin til þess er að sparka boltanum á milli tveggja hárra stanga. Leikmenn mega nota bæði hendur og fætur til að koma boltanum áfram. „Á þeim stöðum sem ég hef heimsótt, eins og á Íslandi, hefur íþróttin sprottið upp af sjálfu sér. Síðustu hundrað árin hefur íþróttin bara verið spiluð í Ástralíu en núna sjáum við hvað hún hentar vel fyrir fólk úti um allan heim," segir Kirk og bendir á að hver sem er geti spilað fótboltann. Aðspurður segir hann það hafa komið sér mjög á óvart að Íslendingar spiluðu ástralskan fótbolta. „Þetta er nyrsti punkturinn frá Ástralíu og að komast að því að Íslendingar séu að spila íþróttina sem ég ólst upp við er magnað. En ég hef æft með strákunum og þeir hafa mikinn metnað og ástríðu fyrir íþróttinni og vilja gera hana ennþá vinsælli." Kirk er einnig að kynna heimsmeistaramótið í áströlskum fótbolta sem verður haldið í Ástralíu í ágúst. Heimamenn taka ekki þátt, enda er Ástralía eina landið í heiminum sem starfrækir atvinnumannadeild. Eftir dvölina á Íslandi er för Kirks heitið til Danmerkur og því næst heimsækir hann friðarlið í Tel Aviv. Það er skipað blöndu leikmanna frá Ísrael og Palestínu, sem undirstrikar hvernig íþrótt á borð við ástralskan fótbolta getur sameinað ólíka menningarheima. Nánari upplýsingar um ferðalag Kirks um heiminn má finna á síðunni Brettkirk.com.au. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira