1.500 fyrirtæki stefna í þrot 14. maí 2011 07:00 Mynd úr safni. Gert er ráð fyrir að rúmlega 1.500 lítil og meðalstór fyrirtæki stefni í gjaldþrot.Rúmlega 500 fyrirtæki eru enn í skoðun vegna skuldaúrvinnslu. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í umræðum á þingi um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegu yfirliti frá fjórum stærstu bönkunum eru sex þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki með skuldir á bilinu 10 til 1.000 milljónir króna. Þetta eru viðmiðin sem verkefnið Beina brautin, sem er fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja, nær til. Fari 1.500 fyrirtæki í þrot er um fjórðung þessara fyrirtækja að ræða. „Þetta eru skuggalegar tölur. Við skulum ekki gleyma því að verkefnið Beina brautin, sem verið var að setja á laggirnar, hafði það markmið að reyna að bjarga fjárhag minni og meðalstórra fyrirtækja með skuldir allt að einum milljarði króna. Þegar niðurstaðan er sú að fjórða hvert þeirra stefni þráðbeint í gjaldþrot eða jafnvel þriðja hvert, þar sem óvissa er um afdrif 500 til viðbótar, er um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir fjármálastofnanir og ýmsa aðra, auk þess sem það getur ekki haft í för með sér annað en aukið atvinnuleysi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna um skuldaúrvinnsluna. Tæplega tvö þúsund fyrirtækjanna eru ekki í greiðsluvanda, að því er efnahags- og viðskiptaráðherra greindi frá. „Fyrirtæki í skuldagreiðsluvanda eru talin um fjögur þúsund. Þar af er gert ráð fyrir að vandi um eitt þúsund fyrirtækja leysist með Beinu brautinni, um 670 til viðbótar fái úrlausn með lengingu í lánum og 280 þar til viðbótar fái úrlausn með 25 prósenta lækkun á höfuðstól.“ Einar K. Guðfinnsson segir menn sammála um að atvinnusköpunin sé hlutfallslega mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þeim mun alvarlegra er það að 1.500 þeirra stefni í þrot. Ég held að menn verði að skoða þessa hluti alveg upp á nýtt.“- ibs Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að rúmlega 1.500 lítil og meðalstór fyrirtæki stefni í gjaldþrot.Rúmlega 500 fyrirtæki eru enn í skoðun vegna skuldaúrvinnslu. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í umræðum á þingi um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegu yfirliti frá fjórum stærstu bönkunum eru sex þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki með skuldir á bilinu 10 til 1.000 milljónir króna. Þetta eru viðmiðin sem verkefnið Beina brautin, sem er fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja, nær til. Fari 1.500 fyrirtæki í þrot er um fjórðung þessara fyrirtækja að ræða. „Þetta eru skuggalegar tölur. Við skulum ekki gleyma því að verkefnið Beina brautin, sem verið var að setja á laggirnar, hafði það markmið að reyna að bjarga fjárhag minni og meðalstórra fyrirtækja með skuldir allt að einum milljarði króna. Þegar niðurstaðan er sú að fjórða hvert þeirra stefni þráðbeint í gjaldþrot eða jafnvel þriðja hvert, þar sem óvissa er um afdrif 500 til viðbótar, er um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir fjármálastofnanir og ýmsa aðra, auk þess sem það getur ekki haft í för með sér annað en aukið atvinnuleysi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna um skuldaúrvinnsluna. Tæplega tvö þúsund fyrirtækjanna eru ekki í greiðsluvanda, að því er efnahags- og viðskiptaráðherra greindi frá. „Fyrirtæki í skuldagreiðsluvanda eru talin um fjögur þúsund. Þar af er gert ráð fyrir að vandi um eitt þúsund fyrirtækja leysist með Beinu brautinni, um 670 til viðbótar fái úrlausn með lengingu í lánum og 280 þar til viðbótar fái úrlausn með 25 prósenta lækkun á höfuðstól.“ Einar K. Guðfinnsson segir menn sammála um að atvinnusköpunin sé hlutfallslega mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þeim mun alvarlegra er það að 1.500 þeirra stefni í þrot. Ég held að menn verði að skoða þessa hluti alveg upp á nýtt.“- ibs
Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira