Gunnar söng Two Tricky-lagið fyrir Matta og frú 14. maí 2011 15:00 Koss fyrir Sjonna Kossinn sem Matthías Matthíasson smellir á kinn Vignis Snæs hefur vakið mikla athygli. Hann er til heiðurs Sigurjóni Brink, höfundi lagsins, sem kyssti alltaf alla og faðmaði þá þegar hann hitti. Nordic Photos/Getty „Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum uppá það á degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthíasson úr vinum Sjonna. Íslensku Eurovision-fararnir hafa svo sannarlega ekki legið með tærnar uppí loft eftir að íslenski fáninn kom síðastur uppúr „hattinum“ á þriðjudagskvöldinu. Eurovision-veislur, æfingar og viðtöl við fjölmiðla hafa nánast einokað allan tíma Vinanna. Í gærkvöldi var general-prufa en hana fá dómnefndirnar að sjá. „Þetta er alveg helmingurinn af keppninni. Okkur tókst vel upp á síðustu general-prufu og ætlum að negla þetta aftur núna,“ segir Hreimur Örn Heimisson en hann og Matthías voru einmitt að gera sig klára til að fara uppí Eurovision-höll og æfa. Að sögn Matthíasar er stemningin góð í hópnum, menn eru afslappaðir og ætla að njóta lífsins uppá sviðinu í kvöld. Kossinn sem Matthías smellir á kinn Vignis Snæs í miðju lagi hefur vakið mikla athygli og Matthías viðurkennir að þeir hafi mikið verið spurðir um hann. Hann á sér sína sögu. „Hann er í anda drengsins sem samdi þetta lag, Sigurjóns Brinks. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann hitti fólk var að faðma það og kyssa það. Og það skipti litlu máli hvort hann þekkti það lítið eða mikið,“ útskýrir Matthías. Hreimur Örn tók undir með Matthíasi, sagði þá félaga vera afslappaða fyrir úrslitakvöldið. Þeir hefðu líka fengið óvænt heillaráð frá fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsþjálfara. „Við hittum Atla Eðvalds hérna úti á götu og hann bað okkur um að segja aldrei að við hefðum engu að tapa, það væru bara „lúserar“ sem töluðu þannig. Við ættum að tala þannig að við hefðum allt að vinna,“ segir Hreimur og bætir því við að þeir, eins og íþróttamenn, hafi sína rútínu. „Við hitum okkur vel upp með laginu Wade með The Band og syngjum síðan lag úr Ace Ventura á leið uppá svið. Menn eru ekkert að breyta þessu neitt núna.“ -freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum uppá það á degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthíasson úr vinum Sjonna. Íslensku Eurovision-fararnir hafa svo sannarlega ekki legið með tærnar uppí loft eftir að íslenski fáninn kom síðastur uppúr „hattinum“ á þriðjudagskvöldinu. Eurovision-veislur, æfingar og viðtöl við fjölmiðla hafa nánast einokað allan tíma Vinanna. Í gærkvöldi var general-prufa en hana fá dómnefndirnar að sjá. „Þetta er alveg helmingurinn af keppninni. Okkur tókst vel upp á síðustu general-prufu og ætlum að negla þetta aftur núna,“ segir Hreimur Örn Heimisson en hann og Matthías voru einmitt að gera sig klára til að fara uppí Eurovision-höll og æfa. Að sögn Matthíasar er stemningin góð í hópnum, menn eru afslappaðir og ætla að njóta lífsins uppá sviðinu í kvöld. Kossinn sem Matthías smellir á kinn Vignis Snæs í miðju lagi hefur vakið mikla athygli og Matthías viðurkennir að þeir hafi mikið verið spurðir um hann. Hann á sér sína sögu. „Hann er í anda drengsins sem samdi þetta lag, Sigurjóns Brinks. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann hitti fólk var að faðma það og kyssa það. Og það skipti litlu máli hvort hann þekkti það lítið eða mikið,“ útskýrir Matthías. Hreimur Örn tók undir með Matthíasi, sagði þá félaga vera afslappaða fyrir úrslitakvöldið. Þeir hefðu líka fengið óvænt heillaráð frá fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsþjálfara. „Við hittum Atla Eðvalds hérna úti á götu og hann bað okkur um að segja aldrei að við hefðum engu að tapa, það væru bara „lúserar“ sem töluðu þannig. Við ættum að tala þannig að við hefðum allt að vinna,“ segir Hreimur og bætir því við að þeir, eins og íþróttamenn, hafi sína rútínu. „Við hitum okkur vel upp með laginu Wade með The Band og syngjum síðan lag úr Ace Ventura á leið uppá svið. Menn eru ekkert að breyta þessu neitt núna.“ -freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira