Náðu að klára prófin fyrir helgi en lokapartíi aflýst 24. maí 2011 06:30 Fjóla Bergrún og systir hennar, Svava Margrét, láta ekki myrka daga og öskufjúk trufla sig um of. Sú yngri er dugleg að leika sér og hin styttir sér stundir í tölvunni. Fréttablaðið/Vilhelm „Sem betur fer vorum við með grímu," segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja „Laugu frænku". Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna." Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lítill fugl barðist í eldhúsglugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó," sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabbinn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenjulega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regnskálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veðurstöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, er að útskrifast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefjast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúrat í síðustu viku," segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskriftarpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það," bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næstkomandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftarnemarnir verði því líklega af „Vordögum", frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina," segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjallinu. En við höfum nógan tíma," segir Sigmar. olikr@frettabladid.isUnnar Steinn Jónsson Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. Fréttablaðið/VilhelmAdolf Árnason Í nógu var að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Klaustri í gær. Adolf Árnason varðstjóri segir til að mynda hringt á bæi til að athuga stöðuna hjá fólki. Fréttablaðið/Vilhelm Grímsvötn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Sem betur fer vorum við með grímu," segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja „Laugu frænku". Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna." Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lítill fugl barðist í eldhúsglugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó," sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabbinn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenjulega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regnskálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veðurstöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, er að útskrifast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefjast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúrat í síðustu viku," segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskriftarpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það," bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næstkomandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftarnemarnir verði því líklega af „Vordögum", frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina," segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjallinu. En við höfum nógan tíma," segir Sigmar. olikr@frettabladid.isUnnar Steinn Jónsson Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. Fréttablaðið/VilhelmAdolf Árnason Í nógu var að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Klaustri í gær. Adolf Árnason varðstjóri segir til að mynda hringt á bæi til að athuga stöðuna hjá fólki. Fréttablaðið/Vilhelm
Grímsvötn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira