Innlent

Veiðiár litaðar af ösku

Horft frá Vatnajökli til suðvesturs yfir Skaftá, Fögrufjöll og Langasjó.mynd/umhverfisráðuneytið
Horft frá Vatnajökli til suðvesturs yfir Skaftá, Fögrufjöll og Langasjó.mynd/umhverfisráðuneytið
Veiðimálastofnun mælist til þess að þeir hafi samband sem verða varir við dauðan fisk, jafnt seiði sem stærri fisk, í vötnum eða ám þar sem öskufalls gætir frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Stofnunin mun fylgjast með framvindu mála og reyna eftir föngum að vera fólki til ráðgjafar og skoða vötn þar sem fiskdauða verður vart.

Fréttir berast af því að veiðiárnar í Skaftárhreppi séu litaðar af öskuframburði. Í eldfjallaösku geta verið eiturefni eins og flúor og álsambönd. Þegar úrkoma verður skolast þessi efni auðveldlega út og í nærliggjandi vötn og geta valdið þar dauða lífvera.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×