„Þetta var líkt og eins manns veröld“ 26. maí 2011 03:30 Ljósafellið varð allt þakið ösku skömmu eftir að gosið. mynd/oddur sveinsson asdf Áhöfnin á Ljósafelli fann vel fyrir öskunni úr Grímsvötnum, þrátt fyrir að vera tæpar 40 mílur frá landi. Skipið varð allt þakið ösku en hún er nú að mestu horfin eftir mikla hjálp frá sjónum. „Það var orðið verulega svart. Þetta var líkt og eins manns veröld,“ segir Hávarður Helgason skipstjóri. „Sem betur fer stóð þetta ekki lengi hjá okkur. En við urðum óskaplega fegnir þegar þetta var búið.“ Ljósafell, ásamt tveimur öðrum skipum, var úti á suðvesturhorninu á Mýrargrunni á sunnudaginn síðastliðinn. Tveir aðrir togarar voru nær landi og segir Hávarður að áhafnir þeirra hafi lýst ástandinu eins og væri svartasti vetrarbylur um hábjartan dag. Erfitt hafi verið að greina umhverfið í kring og nærliggjandi skip hafi vart verið sjáanleg. „Við sáum rétt móta fyrir öðrum skipum, en greindum ekki lengra en um 2 til 3 mílur út,“ segir hann. Áhöfnin gerði ráðstafanir þegar askan lagðist yfir og útbjó ryksíur á öll inntök skipsins. Grímum og gleraugum var deilt á skipsverja, sem eru fimmtán. „Við sluppum þó betur en fólkið á landinu. Þessi stutta heimsókn sem við fengum frá öskunni lagðist yfir okkur hægt og rólega, en hún var andskoti þrúgandi meðan á henni stóð,“ segir Hávarður. „Það er skelfileg tilhugsun að lenda í þeirra aðstæðum. Það þarf virkilega mikinn drifkraft til að standa það af sér.“- sv Grímsvötn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
asdf Áhöfnin á Ljósafelli fann vel fyrir öskunni úr Grímsvötnum, þrátt fyrir að vera tæpar 40 mílur frá landi. Skipið varð allt þakið ösku en hún er nú að mestu horfin eftir mikla hjálp frá sjónum. „Það var orðið verulega svart. Þetta var líkt og eins manns veröld,“ segir Hávarður Helgason skipstjóri. „Sem betur fer stóð þetta ekki lengi hjá okkur. En við urðum óskaplega fegnir þegar þetta var búið.“ Ljósafell, ásamt tveimur öðrum skipum, var úti á suðvesturhorninu á Mýrargrunni á sunnudaginn síðastliðinn. Tveir aðrir togarar voru nær landi og segir Hávarður að áhafnir þeirra hafi lýst ástandinu eins og væri svartasti vetrarbylur um hábjartan dag. Erfitt hafi verið að greina umhverfið í kring og nærliggjandi skip hafi vart verið sjáanleg. „Við sáum rétt móta fyrir öðrum skipum, en greindum ekki lengra en um 2 til 3 mílur út,“ segir hann. Áhöfnin gerði ráðstafanir þegar askan lagðist yfir og útbjó ryksíur á öll inntök skipsins. Grímum og gleraugum var deilt á skipsverja, sem eru fimmtán. „Við sluppum þó betur en fólkið á landinu. Þessi stutta heimsókn sem við fengum frá öskunni lagðist yfir okkur hægt og rólega, en hún var andskoti þrúgandi meðan á henni stóð,“ segir Hávarður. „Það er skelfileg tilhugsun að lenda í þeirra aðstæðum. Það þarf virkilega mikinn drifkraft til að standa það af sér.“- sv
Grímsvötn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira