Vilja treysta á vind og sól 31. maí 2011 05:30 Norbert Röttgen umhverfisráðherra, Philipp Rösler efnahagsráðherra og Angela Merkel, kanslari þýsku stjórnarinnar. nordicphotos/AFP „Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
„Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira