Á að slíta friðinn um Rammaáætlun? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2011 07:00 Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun