Megan Fox lét reka sig frá þriðju Transformers-kvikmyndinni. Ástæðan ku vera sú að Fox líkti leikstjóranum Michael Bay við Hitler og þetta kunni framleiðandinn Steven Spielberg ekki að meta. Bay sagði við Spielberg:
„Þú veist af þessum Hitlers-ummælum," og Spielberg svaraði um hæl: „Rektu hana á stundinni."
Michael Bay átti þó ekki að hafa móðgast yfir ummælunum en fór engu að síður að ráðum Spielbergs, rak Fox og réði Victoria's Secret módelið Rosie Huntington-Whitely í staðinn.
