Breskir bankamenn óttast tillögurnar 23. júní 2011 05:00 Ana Patricia Botín er eina konan sem stýrir breskum banka Foreldrar hennar eru valdamiklir í spænskum fjármála- og listageira. Fréttablaðið/AFPw Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab
Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira